AQUA BEAD – Viðhaldsefni 473ml
3,590 kr.
Aquabead er byltingarkennt efni sem notar sérblöndu af pólýsiloxan efnum sem bæði má úða á blauta bifreið og skola burt, eða nota á þurra bifreið. Þegar efninu er úðað á blauta bifreið og skolað af mun Aquabead gera yfirborðið mjög gljáandi og vatnsfælið þar sem formúlan byrjar að virkjast í vatninu. Aquabead nær fullri virkni eftir um 24 tíma og gerir þá yfirborðið meira gljáandi og vatnsfælið. Aquabead er hægt að nota sem sjálfstæða vörn eða sem frábært viðhaldsefni fyrir Grafín eða ceramic húð og hjálpar efnið til við að auka vatnsfælni eiginleika, veitir vörn gegn sólargeislum og eykur efnaþol. Aqua bead er hægt að nota á alla ytri fleti sem gera það að frábærri vöru að nota á milli þvotta til að viðhalda háu gljástigi og hámarks vernd. Það eru ýmsar leiðir til að nota Aquabead, úða og skola, þurrka á / þurrka af og sem þurrkunarefni.
HVERNIG Á AÐ NOTA: Á BLAUTT ÖKUTÆKI
1) Hristið vel fyrir notkun.
2) Þvoið ökutækið vandlega með Waxedshine Silica sápu eða Waxedshine wash froðusápu.
3) Láttu bílinn vera blautan, úðaðu Aquabead á lítið svæði í einu, bíddu í 10 sekúndur og nuddaðu síðan vandlega af með örtrefjaklút.
4) endurtaktu skref 3 á allt ökutækið.
5) Þurrkaðu svo alla fleti með örtrefjaklút.
HVERNIG Á AÐ NOTA: Á ÞURRT ÖKUTÆKI
1) Hristið vel fyrir notkun.
2) Gakktu úr skugga um að ökutækið sé vel þvegið að fullu og tilbúið
3) Undirbúið tvo örtrefjaklúta bleytið einn af klútunum og haldið rökum.
4) úðið Aquabead á raka klútinn og nuddið á lítið svæði bifreiðar, dreifið Aquabead beinum línum með klútnum.
5) Þurkið svo tafarlaust af með þurrum örtrefjaklút, vertu viss um að þurrka yfirborðið vandlega þar til þú nærð mjúkri áferð.
6) Endurtaktu skref 4 á allt ökutækið þar með talið gler, plast, lakk og felgur.