Skip to content

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Ceramic eða Grafín

 Ceramic eða Grafín – Hvor húðin er betri?

Ertu að leita að bestu leiðinni til að vernda lakkið á bílnum þínum ? Þá ertu á réttum stað. Berum nú saman tvær vinsælustu meðferðirnar á markaðnum, ceramic og grafín húðun. Viltu komast að því hvort efnið býður upp á bestu vörnina fyrir lakkið á bílnum þínum ?  

 

Ceramic húðun

Ceramic húð notar nanótækni til að búa til fínt hlífðarlag ofan á málningu bílsins. Lykilávinningur þessa lags er hvernig það tengist yfirborði ökutækisins. Nanóagnirnar leyfa ceramic húðinni að sameinast efnasambandi lakksins á sameindarstigi og þannig að tryggja og þétta allar agnarsmáar holur í málningu bílsins.

 

Grafínhúðun

Ef þú skoðar gaumgæfilega grafín húðun muntu uppgötva margt líkt og hliðstætt við ceramic húðun. Grafín húðun notar einnig nanótækni til að bindast við málningu bílsins þíns og tryggja þannig þéttingu og vernd á sameindastigi. Hvað gerir þá grafín svona öðruvísi?

 

Grafín er lakkvörn framtíðarinnar.

Þú getur fengið nokkuð mismunandi niðurstöður úr sömu kaffivél með því einfaldlega að skipta um kaffitegund. Það er nákvæmlega tilfellið með nanóhúðun. Bæði ceramic og grafín húðun notast við svipaða tækni en lokaniðurstaðan er verulega ólík. Þó að báðar meðferðirnar bjóði vernd gegn útfjólubláum geislum, vatni og óhreinindum hefur grafín þann kost að vera sterkasta efnið á jörðinni. Og þar að auki, er það þynnsta líka, þökk sé eins atóms uppbyggingu þess. Þynnri og sterkari þýðir að það getur tengst á skilvirkari hátt við hvaða yfirborð sem er, í þessu tilfelli bílalakk. Aðrir áhugaverðir eiginleikar sem eru einstakir fyrir grafín eru mikill sveigjanleiki þess, lítil rafleiðni, dregur úr hitamyndun á lakkyfirborði og mikið efnaþol.

 

Hvor húðin er betri ? 

Besta leiðin til að leysa þetta umræðuefni er að bera saman meðferðir hlið við hlið svo þú getir dregið þína eigin ályktun.

 

 

Grafín húðun

Mjög litlar líkur á vatnsblettamyndun

Dregur úr hita á yfirborði lakks

Gríðarleg og endingarmikil vatnsfráhrinding sem þarnast lítils viðhalds

Eiginleikar grafíns draga úr myndun stöðurafmagns á yfirborði. Það þýðir að minna ryk festist á yfirborði.

Mikill sveigjanleiki tryggir betri endingu

Gríðarlegur styrkur, efnaþol og ending

Creamic húðun

Töluverðar líkur á vatnsblettamyndun

Dregur í sig hita á yfirborði lakks

Töluverð vatnsfráhrinding sem þarnast í flestum tilfellum töluverð viðhalds.

Flestar tegundir mynda stöðurafmagn á yfirborði. Þetta þýðir í sumum tilfellum að húðin dregur í sig ryk.

Lítill sveigjanleiki samanborið við grafín

Minni styrkur, efnaþol og ending en í grafín húð

Okkar niðurstaða er þessi ! 

Án vafa er grafín ótrúlegt efni. Eðlisfræðilegir eiginleikar þess gera það greinilega betra en önnur sambærileg efni. Tækifærið til að njóta ávinnings af topp nanótækni eins og grafín húðunar á svipuðu og jafnvel minna verði en samkeppnisaðilar bjóða ceramic húðun. Það fær mann til að hugsa. Okkar trú er að á næstu árum muni grafín verða efni framtíðarinnar. 

 

 Hvað er grafín ? 

Án þess fara of djúpt ofan í tæknileg atriði þá er grafín nafnið fyrir atómþykkan hjúp af kolefnisatómum. “Harðari en demantur en samt teygjanlegri en gúmmí; harðari en stál en samt léttari en ál “. Grafín sterkasta þekkta efnið sem menn vita um. Í einföldu máli er hægt að lýsa grafíni sem einu lagi af grafíti. Grafít fyrir umbreytingu í grafín er mjúkt, sveigjanlegt, afar hitaþolið steinefni.

Vegna uppbyggingar grafíns og efnafræðilegra eiginleika hefur grafín mjög mikið vatnssnúningshorn miðað við flest ceramic efni sem nú eru á markaðnum. Þetta þýðir að allur raki í hvaða magni sem er mun renna burt mun auðveldara og veldur minni hættu á að vatn gufi upp á yfirborðinu sem gæti valdið vatnsblettum. Vegna eiginleika raf- og hitaleiðni nær grafín að hrekja burt ryk og aðrar öragnir. Þetta dregur úr rykmyndun sem sumir virðast kvarta yfir þegar kemur að því að halda bílnum sínum hreinum.

 

Hver er ávinningurinn af grafín húðun ? 

Meira slitþol lakks

Meiri glæsileiki og gljái í lakki

Ver bílinn gegn tæringu og salti

Auðveldar til muna umhirðu og þrif

Endingargóð vatnsfælni

Færri þvottar

Ekki þarf að bóna

Sveigjanleiki grafíns eykur endingu og auðveldar viðgerðir á húðinni komi til tjóns

Mikið efnaþol og ending